Betra samfélag með jákvæðni, fagmennsku og samvinnu að vopni

Með stuðningi við Specialisterne styðja Reitir við fjölbreytni í atvinnulífinu sem og bætt lífsgæði einhverfra á Íslandi. Specialisterne vinna að því að bæta virkni og atvinnuhorfur einstaklinga á einhverfurófi. Skjólstæðingarnir eru ungt fólk sem hvorki stundar nám né vinnu. Samtökin styðjast við einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir og leggja áherslu á stundvísi og mætingu. Markmiðið er atvinnuþátttaka eða nám. Specialisterne eru á meðal þeirra samtaka sem njóta stuðnings Reita í formi húsnæðis.

Specialisterne hafa notið stuðnings Reita í formi húsnæðis frá stofnun samtakanna árið 2011.

Allt daglegt starf Reita er byggt á gildum félagsins, jákvæðni, samvinnu og fagmennsku og áhersla er lögð á að framfylgja stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð en í henni er m.a. að finna ákvæði um mannréttindi, siðferðisviðmið félagsins, meðferð trúnaðarupplýsinga, og stefnu félagsins og viðmið í umhverfismálum. Hjá Reitum er lögð áhersla á ábyrgt val á verk- og leigutökum, m.a. til að sporna við því að mannréttindabrot eigi sér stað í tengslum við starfsemi félagsins. Með það að markmiði hefur ákvæðum gegn mannréttindabrotum verið bætt inn í leigusamninga og verksamninga félagsins. 

Hjá Reitum er lögð áhersla á gott vinnuumhverfi og jákvæð samskipti á vinnustað. Nýlega var innleidd stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi með það að markmiði að koma í veg fyrir slíkt í starfsemi Reita sem og að tryggja að úrræði séu til staðar telji aðili sig hafa orðið fyrir slíkum brotum. 

Jákvæðni, fagmennska og samvinna

Jákvæðni, fagmennska og samvinna

Gildi Reita eru grundvöllur að öllu daglegu starfi félagsins

Reitir styðja rausnarlega við starfsemi UN Women, Unicef og Erindis, samtaka um samskipti og skólamál, ásamt því að styðja við starfsemi fleiri samtaka. Með því að leggja starfseminni til húsnæði gerum við þessum félögum kleift að beina kröftum sínum og fjármagni að því að bæta samfélagið.

Árið hjá Reitum