Samskiptasetur Erindis er í húsnæði Reita í Spönginni í Grafarvogi, þar geta aðstandendur í eineltismálum fengið ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum.
Reitir hafa styrkt starf UNICEF á Íslandi og hýst starfsemi okkar allar götur frá stofnun landsnefndarinnar. Sá stuðningur er okkur afar dýrmætur enda gerir hann okkur kleift að halda kostnaði í lágmarki og halda úti öflugri baráttu fyrir réttindum barna um allan heim.
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Samskiptasetur Erindis er í húsnæði Reita í Spönginni í Grafarvogi, þar geta aðstandendur í eineltismálum fengið ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum.
Stuðningur Reita er okkur í Erindi ómetanlegur. Við höfum komið okkur vel fyrir í fallegu húsnæði á frábærum stað. Þessi stuðningur skilar sér beint til barnafjölskyldna í formi ókeypis ráðgjafar í samskiptamálum.
Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Erindis - samtaka um samskipti og skólamál.
Specialisterne, samtök sem stuðla að atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi, hafa verið í húsnæði Reita frá upphafi.
Allt frá fyrsta degi í rekstri Specialisterne á Íslandi hafa Reitir verið okkar verðmætasti styrktaraðili. Specialisterne hafa notið ótrúlegrar velvildar Reita sem hefur verið ein megin forsenda fyrir því að við störfum enn. Félagið og allir aðstandendur þess eru Reitum innilega þakklátir fyrir stuðninginn.
Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi.