Mosfellsbær og Reitir vinna saman að undirbúningi deiliskipulags fyrir nýjan atvinnukjarna í landi Blikastaða. Svæðið er við Vesturlandsveg á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Á svæðinu er fyrirhuguð uppbygging atvinnukjarna sem skipulagður verður með náttúru, sjálfbærni og samnýtingu að leiðarljósi. Hönnuðir skipulagsins eru Arkís arkitektar, Verkís sér um verkfræðilega hönnun og Landslag um landslagshönnun. Mannvit er vottunaraðili skipulagsins gagnvart BREEAM.

   
Stærð svæðis: 15 hektarar
Nýtt atvinnuhúsnæði: 90 þús. m2
Staða: Deiliskipulag í auglýsingu
   

Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst hjá Mosfellsbæ. Athugasemdarfrestur er frá 2. júní til og með 29. júlí 2022. Formlegar athugasemdir berast til Mosfellsbæjar.

Hér fyrir neðan má finna kynningargögn frá vinnslustigi skipulagsins. Reitir fagna einnig ábendingum eða fyrirspurnum á throun@reitir.is eða í gegnum íbúasamráð, hér á síðunni. 

Mikilvægt svæði fyrir atvinnuuppbyggingu í Mosfellsbæ

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar:

Atvinnukjarni fyrir framsýn fyrirtæki sem vilja klæðskerasniðið húsnæði sem er hagkvæmt í byggingu og rekstri 

Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita fasteignafélags:

Hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, náttúrugæði svæðisins og fyrirhuguð borgarlína eru grunnur skipulagstillögunnar

Björn Guðbrandsson, arkitekt og skipulagshöfundur svæðisins:

BREEAM Communities vottun, verndun vatnafars og lífríkis ásamt hönnun til framtíðar.

Íris Þórarinsdóttir, Umhverfisstjóri Reita fasteignafélags:

>> Auglýsing um deiliskipulag á vef Mosfellsbæjar