Kaupsamningar um lóðir úr landi Blikastaða undirritaðir

Kaupsamningar um lóðir úr landi Blikastaða undirritaðir

Gengið hefur verið frá kaupsamningum um lóðir úr landi Blikastaða, sbr. fyrri tilkynningu sem sjá má hér. Afhending lóðanna verður í byrjun næsta árs þegar formlega hefur verið gengið frá skráningu þeirra. Kaupverð greiðist úr sjóðum félagsins og hefur 23,5% þess verið greitt nú við kaupsamninga en eftirstöðvar þess verða greiddar við afhendingu.

Myndin var tekin við undirritun samningsins, frá vinstri: Ingunn Anna Hjaltadóttir, Eyjólfur Axelsson og Snæbjörn Sigurðsson, öll hjá Íslandsbanka, ásamt Guðjóni Auðunssyni, forstjóra Reita og Friðjóni Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Reita. 

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson í síma 660 3320.